Wednesday, October 06, 2004

Loksins!

Vá, talvan loksins komin heim og ég er komin aftur á ról, búin að finna bæði júser neim og passvord fyrir blogspottið mitt og svona. Það hefur gerst alveg svakalega margt hér hjá mér .. tekur því varla að telja það upp. Síðasta helgi var hress .. á laugardeginum græddi ég þúsundkall á djasstónleikunum, þar var ég með mjöög fínum félagsskap og ég tala nú ekki um á undan djasstónleikunum .. þetta var frábært. Svo á laugardeginum var smá teiti hjá mér .. sem mér fannst nú heldur slappara (he). En margir þó alveg fyrsta flokks fólk.

Ég hugsa alveg ofsalega mikið um svona margt, og eitt af því er leikfimi. Ég er í einhverju svona svakalega átaki því að eins og allir að sjálfsögðu vita þurfa allir að vera steyptir í sama formið .. stelpur u.þ.b. 50 kg. og strákar með 150% vöðvamassa, en munurinn er að fyrir stelpur/konur skiptir þetta í alvöru máli fyrir t.d. atvinnutækifæri. En það er ekki það sem ég ætlaði að tala um núna. Málið er að í þessari leikfimi sem ég er í (sem b.t.w. mér finnst alveg óskaplega óskemmtileg en þetta er samt ágætt) þá talar konan sem er að kenna bara um hvað allir ÞURFI að stunda íþróttir, hnémeiðsli og bakmeiðsli koma t.d. af þeim einu ástæðum að fólk hreyfir sig ekki sem og heilsufars- og sálræn vandamál, en ég man ekki betur en þegar ég var í handbolta þá leið ekki vika án þess að líkaminn minn fór í eitthvað fokk .. hendurnar, puttarnir, hnén, tærnar o.s.framv. og ekki var stressið skárra .. AHH er æfing kl. 6 eða 7, FOKK ég er alltof sein. Ég er gjörsamlega að endurupplifa það núna. Mér leið alveg fáránlega vel í sumar þegar ég hreyfði mig sama og ekki neitt og át nammi í hvert mál. En heilaþvottur fer fram hvert sem við förum og nær að heilaþvo alveg fáránlega marga meira að segja foreldrar lifa í þeirri trú að börnin þeirra verði hamingjusamari þegar þau eru rosalega fit og flott og stressi sig á að fara í einhverja leikfimi og líti út eins og einhverjar smollívúdd sjörnur! ARGH!

Farin að læra fyrir náttúrufræðipróf.

Monday, September 13, 2004

Jaaá

Þetta er ekkert alveg að gera sig, þarf að fá Önnu mína til að hjálpa mér að gera svona alls konar.. linka og þannig! Kann heldur ekki að setja haloscan kommentakerfi og svona! .. En þetta kemur allt!

Saturday, September 11, 2004

vúhúúú

Þetta er miklu skemmtilegra þetta blog.central rugl! Kórpartí í gær sem var rosalega skemmtilegt! Hef bara sjaldan skemmt mér jafnvel.

Þetta blogg verður vonandi skemmtilegra með tímanum. Hef ekki tíma núna!